Birt af: peturvalsson | maí 4, 2009

Gamla liðið

jæja, nokkrir jálkar sem enn eru að:

——————-

Biðin eftir nýrri Tortoise plötu hefur verið nær óbærileg undanfarin ár en sem betur fer styttist hún nú óðum. Nú eru liðin 5 ár frá seinustu breiðskífu og á árinu 2007 var orðrómur um næstu plötu kominn á kreik en eitthvað hefur lokahönd sveitarmeðlima staðið á sér. Fyrir stuttu var svo loks tilkynnt um útgáfudags gripsins sem hlotið hefur nafnið Beacons Of Ancestorship og er væntanleg undir lok júnímánaðar. Sem fyrr má búast við frumlegri blöndu ólíkra tónlistastíla en Tortoise menn hafa iðuleg blandað saman rokkmúsík, elektróník, jazzi og hreinilega hverju sem er á skemmtilegan hátt. Hinn umdeildi stimpill „post-rock“ sást einmitt fyrst á prenti í umfjöllun um fyrstu breiðskífu sveitarinnar árið 1994 – þó svo að hann hafi fyrir löngu síðan farið að merkja eitthvað allt annað og einhæfara en tónlist Tortoise.

Fyrstu hljóðdæmin af væntanlegri skífu er nú mætt á vefinn og má heyra einhverjar nýjar áherslur þó að hinn einkennandi stíll Tortoise sé á sínum stað:

[mp3] Tortoise – High Class Slim Came Floatin’ In

[mp3] Tortoise – Prepare Your Coffin

——————-

Margir þeirra sem fylgst hafa með Beck frá því í árdaga hugsa hlýlega til plötunnar One Foot In The Grave, sem var ein af þeim fjölmörgu plötum sem kappinn sendi frá sér árið 1994, en platan lítur nú aftur dagsins ljós í endurbættri og aukinni útgáfu. Beck var í miklu stuði á þessum tíma og sló í gegn með hittaranum „Loser“ af Mellow Gold en var á sama tíma að gefa út eitt og annað efni hjá litlum óháðum útgáfufyrirtækjum. Það var eðalútgáfan K Records sem gaf út One Foot In The Grave á sínum tíma en eigandi útgáfunnar Calvin Johnson (úr Beat Happening, The Halo Benders, Dub Narcotic Sound System) tekur einmitt nokkur lög á plötunni með Beck.

[mp3] Beck – I Get Lonesome (ásamt Calvin Johnson)

Á One Foot In The Grave hvílir Beck trommuheila og hljóðgervla en á plötunni má heyra glöggt áhrif bandarískrar þjóðlagahefðar á tónlist hans. Eins og áður segir var platan að koma út aftur og fylgja 16 aukalög með sem allflest hafa aldrei heyrst áður. Skífan er því orðin 32 laga og nauðsynlegur gripur í safn Beck aðdáenda – hvort sem þeir vilja endurnýja kynnin af plötunni eða koma ferskir að. Fræðast má meira um útgáfuna og panta sér heljarmikla viðhafnarútgáfu með ýmsu stöffi á beck.com.

[mp3] Beck – Teenage Wastebasket (áður óútgefið)

—————–

Jaðarrokksveitin Dinosaur Jr. sneri aftur fyrir nokkrum árum öllum að óvörum og gáfu í kjölfarið út plötuna Beware árið 2007. Nú er önnur plata, Farm, væntanleg og kemur út þann 23. júní næstkomandi. Fyrsta hljóðdæmi skífunnar er komið á netið og ætti að gleðja gamlar gítarsálir.

[mp3] Dinosaur Jr. – I Want You to Know

Endurkoma sveitarinnar vakti ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hið síð- og gráhærða gítargoð J. Mascis virtist vera búinn að taka erkióvin sinn, Lou Barlow bassaleikara, í sátt en Mascis hafði sparkað honum árið 1989 stuttu eftir að sveitin sló í gegn. Barlow sat ekki óðum höndum og sveitir hans Sebadoh og Folk Implosion eru með eftirminnilegri jaðarsveitum 10. áratugarins. Einn helsti smellur Dinosaur Jr. í árdaga var lagið „Freak Scene“ af plötunni Bug (1988) sem lengi vel var nokkurs konar þjóðsöngur jaðarrokkara um allan heim. Sveitin var áberandi fram undir miðjan 10. áratuginn og meðal stærstu smella sveitanna var lagið „Feel The Pain“ af Without a Sound (1994) sem nú hefur gengið í endurnýjun lífdaga í tölvuleikjunum Guitar Hero World Tour og Rock Band 2.

[mp3] Dinosaur Jr. – Freak Scene

[mp3] Dinosaur Jr. – Feel the Pain

——————

Það eru efalaust fjölmargir sem enn muna eftir skosku sveitinni Arab Strap sem lagði upp laupana fyrir nokkrum árum en meðlimir hennar, Malcolm Middleton og Aidan Moffat, hafa þó verið iðnir við útgáfu síðan hvor í sínu lagi. Sveitin blandaði saman raftónlist, folk-músík og indí-rokki á skemmtilegan og frumlegan hátt þó helsta einkenni hennar hafi þó verið hinn skoski hreimur meðlima. Arab Strap var í miðri músíkkreðsunni í Skotlandi og sýslaði m.a. með Mogwai og Belle & Sebastian, en sú síðarnefnda nefndi einmitt eina plötu sína í höfuðið á bandinu.

Nú er væntanleg fimmta sólóskífa Malcolm Middleton sem heita mun Waxing Gibbous og rétt í þessu voru netverjar að heyra forsmekkinn af skífunni, „Carry Me“, og virðist hann enn eiga nóg inni…

[mp3] Malcolm Middleton – Carry Me

Annars þá gaf hinn Arab Strap liðinn út plötu fyrr á þessu ári undir nafninu Aidan Moffat and the Best-Ofs og hét sá gripur How to Get to Heaven From Scotland. Við skulum rifja upp eitt lag af þeirri plötu:

[mp3] Aidan Moffat and the Best-Ofs – Atheist’s Lament

Já látum vaða… hendum með gömlu Arab Strap myndabandi með til upprifjunar…

————————

Hann Will Oldam, eða Bonnie ‘Prince’ Billy eins og flestir kannast kannski betur við hann, virðist varla gera annað en að taka upp tónlist og gefa út. Í síðasta mánuði gaf hann út plötuna Beware, EP-ið Chijimi fylgdi í kjölfarið og nú nýlega gaf hann út split-7″ með Young Widows. Áhugaverðasta útgáfan hans nú nýlega er þó látlaus EP-plata sem hann gaf út ásamt söngkonunni Cheyenne Mize úr sveitinni Arnett Hollow og heitir gripurinn heitir Among The Gold. Á skífunni syngja þau Mize og Oldham gömul bandarísk þjóðlög frá árunum 1873-1915 og setja sitt mark á. Það kemur varla á óvart að útkoman er nokkuð hugljúf áheyrnar…

[mp3] Cheyenne Mize & Bonnie ‘Prince’ Billy – Let Me Call You Sweetheart

Auglýsingar

Responses

  1. Tortoise eru að hljóma helvíti sannfærandi, fjandakornið hafi það!!!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Flokkar

%d bloggurum líkar þetta: