Birt af: peturvalsson | apríl 3, 2009

hitt og þetta…

nokkrar færslur sem ég skrifaði á Rjómann í vikunni…

———-

Það hefur ekki mikið heyrst frá skotunum í Belle & Sebastian undanfarin ár en Stuart Murdoch, forsprakki sveitarinnar, hefur síður en svo setið auðum höndum. Hann hefur sett á fót nýtt hliðar prójekt sem kallast God Help The Girl og samnefnd plata kemur út í júní hjá Matador. Á plötunni fær Stuart ýmsa söngvara til liðs við sig, m.a. Neil Hannon úr Divine Comedy og Asya úr Smoosh, en stærsta rullu leikur áður óþekkta söngkonan Catherine Ireton sem Stuart fann eftir að hafa auglýst eftir söngkonum á netinu. Um undirleikin sjá meðlimir úr Belle & Sebastian og 45 manna hljómsveit undir stjórn Rick Wentworth.

Stuart segir sjálfur að platan dragi dám af eldra efni B&S, söngleikjatónlist, stúlknasveitum 7. áratugarins, indí-tónlist 9. áratugarins en fyrst og fremst sígildri popptónlist. Það segir sig sjálft að útkoman hlýtur að verða ansi forvitnileg en forsmekkinn má heyra á fyrstu smáskífunni, „Come Monday Night“.

[mp3] God Help The Girl – Come Monday Night

Þeir sem vilja fræðast meira um verkefnið er bent á ansi fínt myndband um gerð plötunnar:

—————

Á tímum netvæðingar heyrist mikið í nöldurbubbum sem kvarta yfir því auðvelda aðgengi að tónlist sem netið færir okkur og vissulega er það rétt að ólöglegt niðurhal kemur því miður óhjákvæmlega niður á buddum tónlistarmanna. Þrátt fyrir það er einnig urmull af ókeypis tónlist á síðum vefsins – tónlist sem hverjum sem er er frjálst að ná í og njóta með fullu leyfi tónlistarmannanna sem flytja. Ein þeirra vefsíða er www. daytrotter.com sem reglulega fær tónlistarmenn til þess að taka upp lög sérstaklega fyrir síðuna og leyfa netverjum að njóta án endurgjalds. Að jafnaði tekur hver sveit upp 3-5 lög í einu og má oft heyra ný og óútgefin lög jafnt sem þekjur og nýjar útsetningar af eldri lögum. Það er því nóg að grúska í fyrir tónlistaráhugamenn á www. daytrotter.com en meðal þeirra sem tekið upp hafa fyrir síðuna eru Vampire Weekend, Bon Iver, Low, Architecture in Helsinki, Death Cab for Cutie, Wire, Bonnie ‘Prince’ Billy og nú síðast gamli Pavement jálkurinn Stephen Malkmus. Tékkum á nokkrum upptökum úr Daytrotter safninu:

[mp3] of Montreal – Eagle Shaped Mirror (Bunny Ain’t No Kind of Rider)

[mp3] Fleet Foxes – White Winter Hymnal

[mp3] Mates of State – These Days (Nico)

—————

Jaðarútgáfan Merge Records á 20 ára afmæli í ár og heldur upp á tímamótin með útgáfu safnboxins SCORE! sem inniheldur heil ósköp af alskyns efni. Hluti boxins er platan SCORE! 20 Years of Merge Records: THE COVERS! sem kemur út í byrjun apríl en eins og nafnið gefur þá inniheldur hún þekjur ýmissa listamanna af lögum úr sarpi útgáfunnar. Þar er af nóg af taka enda hefur Merge gefið út margar af helstu sveitum undanfarna tveggja áratuga og meðal þeirra sem þaktir eru á plötunni eru Arcade Fire, Neutral Milk Hotel, Magnetic Fields og Lambchop. Fjöldi listamanna sér svo um að túlka lögin en þeir eiga það allir sameiginlegt að gefa ekki út hjá útgáfunni, má þar meðal annars finna The Shins, Broken Social Scene, Bright Eyes, Death Cab for Cutie, Okkervil River o.fl. o.fl.

[mp3] Apples In Stereo – King Of Carrot Flowers pt. 3 (Neutral Milk Hotel)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Flokkar

%d bloggurum líkar þetta: