Birt af: peturvalsson | ágúst 24, 2009

Smog

Jæja, sumarið liðið og lítið stuð hérna á Diskomo. Ég hef hins vegar verið duglegri að henda inn færslum inn á Rjómann og þar er ýmislegt skemmtilegt að finna.

Undanfarna daga hef ég verið að rifja upp gömlu Smog plöturnar, sem eru flestar hreint afbragð, og eiginlega óskiljanlegt afhverju þær eru næstum horfnar úr spilun hjá mér. Smog (eða Bill Callahan eins og hann heitir og kallar sig nú) gaf út skrilljón plötur frá ca. 1990-2005. Fyrstu skífurnar hljómuðu últra ló-fæ, endar teknar upp á segulbönd heima hjá kappanum, en svo fór hann að færa sig inn í hljóðver og fá reynda hljóðversmenn í upptökustólinn (m.a. Jim O’Rourke, John McEntire, Steve Albini). Helstu einkenni Smog er barítónröddin hans Bills og svo laga/textasmíðarnar sem oft eru einfaldar, en ætíð frábærar.

Í þessum skrifuðu orðum er ég að hlusta á rarities safnplötuna Accumulation: None frá 2002 sem einmitt inniheldur tvö af mínum uppáhaldslögum úr smiðju Smog:

[mp3] Smog – A Hit

[mp3] Smog – Came Blue

Hér eru svo nokkur önnur góð sem ég fann liggja eins og hráviði á vefnum…

[mp3] Smog – Bathysphere (af Wild Love, 1995)

[mp3] Smog – I Was A Stranger (af Red Apples Falls, 1997)

[mp3] Smog – Teenage Spaceship (af Knock Knock, 1999)

[mp3] Smog – Dress Sexy At My Funeral (af Dongs of Sevotion, 2000)

[mp3] Smog – Rock Bottom Riser (af A River Ain’t Too Much to Love, 2005)

og svo smá bónus: Cat Power að þekja tvö Smog lög

[mp3] Cat Power – Bathysphere (af What Would the Community Think, 1996)

[mp3] Cat Power – Red Apples (af The Covers Record, 2000)

Birt af: peturvalsson | maí 4, 2009

Gamla liðið

jæja, nokkrir jálkar sem enn eru að:

——————-

Biðin eftir nýrri Tortoise plötu hefur verið nær óbærileg undanfarin ár en sem betur fer styttist hún nú óðum. Nú eru liðin 5 ár frá seinustu breiðskífu og á árinu 2007 var orðrómur um næstu plötu kominn á kreik en eitthvað hefur lokahönd sveitarmeðlima staðið á sér. Fyrir stuttu var svo loks tilkynnt um útgáfudags gripsins sem hlotið hefur nafnið Beacons Of Ancestorship og er væntanleg undir lok júnímánaðar. Sem fyrr má búast við frumlegri blöndu ólíkra tónlistastíla en Tortoise menn hafa iðuleg blandað saman rokkmúsík, elektróník, jazzi og hreinilega hverju sem er á skemmtilegan hátt. Hinn umdeildi stimpill „post-rock“ sást einmitt fyrst á prenti í umfjöllun um fyrstu breiðskífu sveitarinnar árið 1994 – þó svo að hann hafi fyrir löngu síðan farið að merkja eitthvað allt annað og einhæfara en tónlist Tortoise.

Fyrstu hljóðdæmin af væntanlegri skífu er nú mætt á vefinn og má heyra einhverjar nýjar áherslur þó að hinn einkennandi stíll Tortoise sé á sínum stað:

[mp3] Tortoise – High Class Slim Came Floatin’ In

[mp3] Tortoise – Prepare Your Coffin

——————-

Margir þeirra sem fylgst hafa með Beck frá því í árdaga hugsa hlýlega til plötunnar One Foot In The Grave, sem var ein af þeim fjölmörgu plötum sem kappinn sendi frá sér árið 1994, en platan lítur nú aftur dagsins ljós í endurbættri og aukinni útgáfu. Beck var í miklu stuði á þessum tíma og sló í gegn með hittaranum „Loser“ af Mellow Gold en var á sama tíma að gefa út eitt og annað efni hjá litlum óháðum útgáfufyrirtækjum. Það var eðalútgáfan K Records sem gaf út One Foot In The Grave á sínum tíma en eigandi útgáfunnar Calvin Johnson (úr Beat Happening, The Halo Benders, Dub Narcotic Sound System) tekur einmitt nokkur lög á plötunni með Beck.

[mp3] Beck – I Get Lonesome (ásamt Calvin Johnson)

Á One Foot In The Grave hvílir Beck trommuheila og hljóðgervla en á plötunni má heyra glöggt áhrif bandarískrar þjóðlagahefðar á tónlist hans. Eins og áður segir var platan að koma út aftur og fylgja 16 aukalög með sem allflest hafa aldrei heyrst áður. Skífan er því orðin 32 laga og nauðsynlegur gripur í safn Beck aðdáenda – hvort sem þeir vilja endurnýja kynnin af plötunni eða koma ferskir að. Fræðast má meira um útgáfuna og panta sér heljarmikla viðhafnarútgáfu með ýmsu stöffi á beck.com.

[mp3] Beck – Teenage Wastebasket (áður óútgefið)

—————–

Jaðarrokksveitin Dinosaur Jr. sneri aftur fyrir nokkrum árum öllum að óvörum og gáfu í kjölfarið út plötuna Beware árið 2007. Nú er önnur plata, Farm, væntanleg og kemur út þann 23. júní næstkomandi. Fyrsta hljóðdæmi skífunnar er komið á netið og ætti að gleðja gamlar gítarsálir.

[mp3] Dinosaur Jr. – I Want You to Know

Endurkoma sveitarinnar vakti ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hið síð- og gráhærða gítargoð J. Mascis virtist vera búinn að taka erkióvin sinn, Lou Barlow bassaleikara, í sátt en Mascis hafði sparkað honum árið 1989 stuttu eftir að sveitin sló í gegn. Barlow sat ekki óðum höndum og sveitir hans Sebadoh og Folk Implosion eru með eftirminnilegri jaðarsveitum 10. áratugarins. Einn helsti smellur Dinosaur Jr. í árdaga var lagið „Freak Scene“ af plötunni Bug (1988) sem lengi vel var nokkurs konar þjóðsöngur jaðarrokkara um allan heim. Sveitin var áberandi fram undir miðjan 10. áratuginn og meðal stærstu smella sveitanna var lagið „Feel The Pain“ af Without a Sound (1994) sem nú hefur gengið í endurnýjun lífdaga í tölvuleikjunum Guitar Hero World Tour og Rock Band 2.

[mp3] Dinosaur Jr. – Freak Scene

[mp3] Dinosaur Jr. – Feel the Pain

——————

Það eru efalaust fjölmargir sem enn muna eftir skosku sveitinni Arab Strap sem lagði upp laupana fyrir nokkrum árum en meðlimir hennar, Malcolm Middleton og Aidan Moffat, hafa þó verið iðnir við útgáfu síðan hvor í sínu lagi. Sveitin blandaði saman raftónlist, folk-músík og indí-rokki á skemmtilegan og frumlegan hátt þó helsta einkenni hennar hafi þó verið hinn skoski hreimur meðlima. Arab Strap var í miðri músíkkreðsunni í Skotlandi og sýslaði m.a. með Mogwai og Belle & Sebastian, en sú síðarnefnda nefndi einmitt eina plötu sína í höfuðið á bandinu.

Nú er væntanleg fimmta sólóskífa Malcolm Middleton sem heita mun Waxing Gibbous og rétt í þessu voru netverjar að heyra forsmekkinn af skífunni, „Carry Me“, og virðist hann enn eiga nóg inni…

[mp3] Malcolm Middleton – Carry Me

Annars þá gaf hinn Arab Strap liðinn út plötu fyrr á þessu ári undir nafninu Aidan Moffat and the Best-Ofs og hét sá gripur How to Get to Heaven From Scotland. Við skulum rifja upp eitt lag af þeirri plötu:

[mp3] Aidan Moffat and the Best-Ofs – Atheist’s Lament

Já látum vaða… hendum með gömlu Arab Strap myndabandi með til upprifjunar…

————————

Hann Will Oldam, eða Bonnie ‘Prince’ Billy eins og flestir kannast kannski betur við hann, virðist varla gera annað en að taka upp tónlist og gefa út. Í síðasta mánuði gaf hann út plötuna Beware, EP-ið Chijimi fylgdi í kjölfarið og nú nýlega gaf hann út split-7″ með Young Widows. Áhugaverðasta útgáfan hans nú nýlega er þó látlaus EP-plata sem hann gaf út ásamt söngkonunni Cheyenne Mize úr sveitinni Arnett Hollow og heitir gripurinn heitir Among The Gold. Á skífunni syngja þau Mize og Oldham gömul bandarísk þjóðlög frá árunum 1873-1915 og setja sitt mark á. Það kemur varla á óvart að útkoman er nokkuð hugljúf áheyrnar…

[mp3] Cheyenne Mize & Bonnie ‘Prince’ Billy – Let Me Call You Sweetheart

Birt af: peturvalsson | apríl 24, 2009

Rokk og röfl

svei mér, nokkrar færslur frá Rjómanum og svo skrifaði ég líka dóm um nýju Skáta 7″-una Goth báðum megin

———-

discoveryÉg verð alltaf spenntur þegar tónlistarmenn úr mismunandi hljómsveitum taka sig saman og búa til músík saman. Nú hafa Rostam Batmanglij, hljómborðsleikari Vampire Weekend, og Wes Miles, söngvari og hljómborðsleikari Ra Ra Riot, verið að dunda sér og kalla þeir samstarfið Discovery. Tónlistin er hljóðgervladrifin og grípandi poppmúsík og af þeim tóndæmum sem heyrst hafa hljómar hún bara nokkuð vel, sérstaklega lagið „Osaka Loop Line“ sem farið er að hljóma nokkuð títt í eyrum þess sem hér skrifar. Nú er bara að vona að strákarnir leggi í plötu milli anna hjá sveitunum þeirra, en sögusagnir herma að slíkt gæti jafnvel gerst á þessu ári.

[mp3]Discovery – Osaka Loop Line

[mp3]Discovery – Orange Shirt

Annars þá munu Vampire Weekend vera á fullu að semja og taka upp plötu númer tvö og Ra Ra Riot eru enn að fylgja eftir frumburði sínum sem kom út síðasta sumar, en Íslendingar ættu nú að kunna ágætis deili á þessum sveitum því þær hafa báðar spilað á Iceland Airwaves hátíðinni.

——————-

Á næstu vikum er væntanleg safnplatan Not Given Lightly frá þýsku raf- og indíútgáfunni Morr Music. Skífan er tvöföld og er fyrri diskurinn tileinkaður Ný-sjálenskri jaðartónlist sem tónlistarmenn Morr útgáfunnar túlka með eigin nefi, en undirtitill plötunnar er A Tribute to the Giant Golden Book of New Zealand’s Alternative Music Scene. Meðal þeirra sem taka þátt eru Lali Puna, Electric President og American Analog Set og svo eiga Íslendingar sína fulltrúa því Sin Fang Bous tæklar The Chills og Borko leggur hönd á Jean Paul Sartre Experience.

Seinni diskur Not Given Lightly inniheldur svo áður óútgefið efni frá listamönnum Morr Music og þar má m.a. lög með Benna Hemm Hemm og Sin Fang Bous og svo nýja útgáfu af Seabear laginu „Singing Arc“ sem var á samnefndri EP plötu sem kom út yfir margt löngu. Þessi plata minnir á hina ágætu Blue Skied an’ Clear safnplötu sem kom út fyrir nokkrum árum en þá tækluðu Morr-menn lög shoegaze sveitarinnar Slowdive og voru múm meðal þeirra sem lögðu hönd á plóginn í það skiptið. Sú skífa kynnti Slowdive fyrir nýrri kynslóð hlustenda og má ætla að útgáfa Not Given Lightly auki hlustendahóp Ný-Sjálenskrar tónlistar töluvert.

[mp3] The Go Find – Pink Frost (eftir The Chills)

[mp3] Sin Fang Bous – Nothings

———————–

Jaðarrokkararnir í Sonic Youth hafa kannski misst æskublómann útlitslega séð – enda verið í framvarðarsveit rokksins í nærri þrjátíu ár – en á tónlistinni þeirra heyrast síður en svo ellimerki. Ný breiðskífa, The Eternal, er væntanlega frá sveitinni í byrjun júní og eru SY nú gengin til liðs við Matador útgáfuna eftir nærri tvo áratugi hjá stórfyrirtækinu Geffen. Aðdáendur sem ekki geta beðið eftir skífunni nýju geta pantað plötuna fyrirfram og fengið streymi af henni frá 28. apríl, auk ýmiss aukaefnis eins og aukalög á mp3 og tónleikaplötu á vínyl.

Fyrsta laginu af The Eternal hefur verið sleppt á netið og kallast það „Sacred Trickster“. Lagið er stuttur og kraftmikill óður Kim Gordon til franska málarans Yves Klein og óhljóðatónlistarmannsins Noise Nomadssagt og sagt gefa góðan forsmekk af skífunni væntanlegu. Sonic Youth halda áfram á sömu braut og á síðustu plötu, Rather Ripped frá 2006, en eru jafnvel enn kraftmeiri nú – og ekki skemmir fyrir að fyrrum Pavement liðinn Mark Ibold hefur tekið við bassaleiknum í sveitinni…

[mp3] Sonic Youth – Sacred Trickster

———–

Síðastliðinn laugardag var í þriðja skiptið haldinn svokallaður Dagur plötubúða, eða Record Store Day, í Bandaríkjunum. Hugmyndin að deginum er sú að hvetja tónlistaraðdáendur til þess að standa upp frá tölvunum sínum og rölta við í næstu óháðu plötubúð – og til þess eru ýmsar uppákomur haldar og sérstakar útgáfur gefnar út á þessum degi. Fjöldi tónlistarmanna tók þátt og spilaði eða áritaði plötur í litlum plötuverslunum víðsvegar um Bandaríkin – en það sem er kannski meira spennandi fyrir okkur sem búum víðsfjarri eru allar þær útgáfur sem sérstaklega komu út í tilefni dagsins.

Fjöldinn allur af tónlistarmönnum gaf út 7″ vínyl smáskífur í tilefni dagsins og meðal þeirra var jaft að finna gamlar kanónur eins og Bob Dylan, Tom Waits, Bruce Springsteen, Elvis Costello og Leonard Cohen, jaðarhetjur á borð við Sonic Youth, Flaming Lips, Beck og Modest Mouse sem og yngri listamenn eins og Grizzly Bear, Metirc, Vetiver og Blitzen Trapper. Einnig komu út stærri útgáfur, t.d. áður óútgefnar tónleikaplötur frá Rivers Cuomo og Pavement og ýmislegt annað spennandi. Ein af útgáfum dagsins var 7″ þar sem Beck og Sonic Youth þöktu gömul lög úr sarpi hvors annars með ágætis árangri:

[mp3] Beck – Green Light (e. Sonic Youth, upprunalega á EVOL (1986))

[mp3] Sonic Youth – Pay No Mind (e. Beck, upprunalega á Mellow Gold (1994))

Þetta framtak hefur gengið vonum framar og að minnsta kosti vænkað hag óháðra plötubúða í einn dag á ári. Hvort Dagur plötubúðanna sé nóg til þess að halda lífi í þeim áfram er svo hins vegar óljóst, enda rekstrarumhverfi þeirra sérstaklega slæmt nú um mundir – en við skulum vona það.

Birt af: peturvalsson | apríl 17, 2009

Ýmislegt nýtt og nýlegt…

hérna eitthvað að nýrri músík… og munið svo að kíkja á blip!

—————

Atlanta sveitin Deerhunter er óstöðvandi í tónlistarframleiðslu sinni. Platan Microcastle sem gefin var út síðasta haust var ein af bestu skífum ársins og þeim munaði ekki um að henda fram úr erminni frábærri aukaplötu, Weird Area Cont., á síðustu stundu og var sú útgáfa því tvöföld. Nú er ný EP plata á leiðinni sem heitir hinu skemmtilega nafni Rainwater Cassette Exchange og kemur út á netinu í maí (og svo á vínyl og geisla í júní). Titillagið má heyra hér:

[mp3] Deerhunter – Rainwater Cassette Exchange

Annars þá eru meðlimir sveitarinnar ansi duglegir hver í sínu horni við tónsmíðar. Bradford Cox, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, hefur verið á fullu með hliðarverkefnið Atlas Sound og gaf nýlega EP-plötuna Solo, or ‘The Square’ út á vefsvæði sínu og má hlaða henni niður hér. Bassaleikarinn Joshua Fauver gaf í fyrra út þrusu-smáskífu sem Diet Cola og er óhætt að mæla með henni ef einhver skyldi rekast á eintak. Í mars gaf svo hliðarverkefni gítarleikarans Lockett Pundt, Lotus Plaza, hina fínu plötu The Floodlight Collective. Þannig að aðdáendur Deerhunter hafa svo sannarlega nóg að grufla í þessa dagana

[mp3] Lotus Plaza – Sunday Night
[mp3] Lotus Plaza – Quicksand

————–

Jarvis Cocker sem tryllti lýðinn hér í eina tíð með sveitinni Pulp sendir frá sér aðra sólóplötu sína innan skamms sem hlotið hefur nafnið Further Comlications. Ekki voru allir jafn hrifnir af þeirri fyrri, Jarvis frá árinu 2006, en margt bendir til að nýja platan verði spennandi áheyrnar. Það sem kitlar helst fingurgómana er að hinn nafntogaði upptökumaður Steve Albini situr á bak við takkana og má því búast við þéttum og rokkuðum hljóm frá Jarvis í þetta skiptið. Fyrsta lagið sem heyrist af skífunni staðfestir það…

[mp3] Jarvis Cocker – Angela

—————

Stephen McBean úr Black Mountain starfrækir hliðarverkefnið Pink Mountaintops og hefur sent frá sér nokkrar plötur undir því nafni. Ný plata, Outside Love, er væntanleg í byrjun maí og skartar ansi skemmtilegu umslagi eins og má sjá. Mcbean leyfir sér meiri tilraunir og stílaflakk á þessum plötum en með Black Mountain og því er ætíð áhugavert að heyra hvað kemur frá honum næst. Lagið „Vampire“ var hleypt í netheima fyrr í mánuðinum og gefur forsmekkinn af skífunni. Líkt og titillinn gefur til kynna fjallar það um vampírur, sem einmitt eru móðins nú um mundir, og ætti því að falla hlustendum í geð.

[mp3] Pink Mountaintops – Vampire

————————

Kanadabúinn Spencer Krug virðist vera óstöðvandi og er á fullu skriði með þremur hljómsveitum. Seinasta sumar sendi hann frá sér plötu ásamt Wolf Parade, í apríl kom út plata með Swan Lake og í júní er væntanleg ný plata frá Sunset Rubdown (sú fjórða síðan 2005!). Nýja platan hefur hlotið titilinn Dragonslayer og nú er eitt lag af plötunni, „Idot Heart“, komið í netheima og gefur góð fyrirheit. Seinasta plata Sunset Rubdown, Random Spirit Lover, fékk glimrandi dóma hjá mér á Rjómanum og lenti í 8. sæti á árslistanum 2007. Það getur varla annað verið en að Dragonslayer verði ein af sumarplötunum í ár…

[mp3] Sunset Rubdown – Idiot Heart

———————-

Jónsi úr Sigur Rós og Alex Somers úr Parachutes hafa verið að dunda sér við ýmislegt undanfarin ár, t.d. myndlistasýningar og bókagerð, undir nafninu Riceboy Sleeps. Nú hafa þeir tekið upp heila plötu og kemur hún út þann 20. júlí næstkomandi. Ekki er enn ljóst hvort platan muni koma út undir listamannaheitinu Riceboy Sleeps eða einfaldlega Jónsi & Alex, en platan sjálf mun líklega heita Riceboy Sleeps. Fyrsta lag plötunnar kom út í ársbyrjun á safnplötunni Dark Was The Night og tvö önnur hafa heyrst í myndbandsbrotum sem sjá má á heimasíðu þeirra. Þeir sem heyrt hafa gripinn bera honum góða söguna svo full ástæða er til þess að fara að hlakka til… hér er lagalistinn:

jonsi_alex1. „Happiness“
2. „Atlas Song“
3. „Indian Summer“
4. „Stokkseyri“
5. „Boy 1904“
6. „All the Big Trees“
7. „Daníell in the Sea“
8. „Howl“
9. „Sleeping Giant“

[mp3] Riceboy Sleeps – Happiness

————-

Það hefur liðið ansi langt á milli útgáfna The Breeders undanfarna áratugi og því kemur nokkuð á óvart að sveitin gefi nú út nýtt efni aðeins ári eftir að síðasta plata, Mountain Battles, kom út. Aðdáendur hafa verið vanir að bíða í 6-9 ár eftir nýjum lögum en geta nú glaðst yfir EP-plötunni Fate To Fatal sem kemur út í næstu viku. Sveitin hefur sagt skilið við 4AD útgáfuna og gefur Fate To Fatal út sjálf, en platan inniheldur m.a. þekju af Bob Marley lagi og lag sem sveitin gerði í samvinnu við Mark Lanegan, sem áður fyrr var í sveitunum Screaming Trees og Queens of the Stone Age. Titillag EP-plötunnar má heyra hér en á heimasíðu Rolling Stones tímaritsins má einnig kíkja á myndbandið.

[mp3] The Breeders – Fate To Fatal

Sem áður fyrr eru það Deal systurnar Kim og Kelly sem leiða sveitina, en Kim gerði að sjálfsögðu garðinn frægann sem bassaleikari Pixies. Sú sveit heimsótti okkur Íslendinga fyrir 5 árum síðar og mun nú í sumar hefja tónleikahald að nýju. Þrátt fyrir að hafa aldrei náð sömu vinsældum og Pixies eru Breeders þó ekki óvön smellasmíðum en „Cannonball“ af Last Splash (1993) er án vafa eitt af eftirminnilegustu rokklögum 10. áratugarins.

——————-

Kanadíska elektrókvendið Peaches hefur ekki verið áberandi síðan síðasta plata hennar kom út fyrir þrem árum. Nú er ný plata á leiðinni og kallast gripurinn I Feel Cream en nú nýtur Peaches liðsinnis nokkurra gesta, þar á meðal Simian Mobile Disco og Soulwax, og virkar það vel til að víkka út hljóðheim píunnar. Aðdáendur þurfa ekki að bíða lengi eftir gripnum því platan mun koma út þann 4. maí næstkomandi en þangað til má ylja sér við þau lög sem eru farin að heyrast á vefnum.

[mp3] Peaches – I Feel Cream

Þeir sem hafa svo áhuga á að rifja upp feril Peaches er bent á stutta heimildarmynd um dömuna sem má skoða á heimasíðunni hennar.

—————-

Conor Oberst virðist vera búinn að fleygja Bright Eyes nafninu, a.m.k. í bili, en í maí væntanleg er önnur breiðskífa hans undir eigin nafni sem nefnist Outer South. Ekki er lengra síðan en síðastliðinn ágúst að Oberst gaf út síðustu plötu, sem hann nefndi eftir sjálfum sér, en hafði hann þá gefið út plötur með Bright Eyes í um 10 ár. Með Oberst nú spilar The Mystic Valley Band en af því sem heyrst hefur af plötunni er hann enn við sama heygarðshornið. Enda er víst óþarfi að breyta því sem virkar?

Tvö lög af Outer South má heyra fyrirfram á vefnum, „Nikorette“ og „Slowly (Oh So Slowly)“ og geta aðdáendur yljað sér við þau fram í maí.

[mp3] Conor Oberst And The Mystic Valley Band – Nikorette
[mp3] Conor Oberst And The Mystic Valley Band – Slowly (Oh So Slowly)

Birt af: peturvalsson | apríl 3, 2009

hitt og þetta…

nokkrar færslur sem ég skrifaði á Rjómann í vikunni…

———-

Það hefur ekki mikið heyrst frá skotunum í Belle & Sebastian undanfarin ár en Stuart Murdoch, forsprakki sveitarinnar, hefur síður en svo setið auðum höndum. Hann hefur sett á fót nýtt hliðar prójekt sem kallast God Help The Girl og samnefnd plata kemur út í júní hjá Matador. Á plötunni fær Stuart ýmsa söngvara til liðs við sig, m.a. Neil Hannon úr Divine Comedy og Asya úr Smoosh, en stærsta rullu leikur áður óþekkta söngkonan Catherine Ireton sem Stuart fann eftir að hafa auglýst eftir söngkonum á netinu. Um undirleikin sjá meðlimir úr Belle & Sebastian og 45 manna hljómsveit undir stjórn Rick Wentworth.

Stuart segir sjálfur að platan dragi dám af eldra efni B&S, söngleikjatónlist, stúlknasveitum 7. áratugarins, indí-tónlist 9. áratugarins en fyrst og fremst sígildri popptónlist. Það segir sig sjálft að útkoman hlýtur að verða ansi forvitnileg en forsmekkinn má heyra á fyrstu smáskífunni, „Come Monday Night“.

[mp3] God Help The Girl – Come Monday Night

Þeir sem vilja fræðast meira um verkefnið er bent á ansi fínt myndband um gerð plötunnar:

—————

Á tímum netvæðingar heyrist mikið í nöldurbubbum sem kvarta yfir því auðvelda aðgengi að tónlist sem netið færir okkur og vissulega er það rétt að ólöglegt niðurhal kemur því miður óhjákvæmlega niður á buddum tónlistarmanna. Þrátt fyrir það er einnig urmull af ókeypis tónlist á síðum vefsins – tónlist sem hverjum sem er er frjálst að ná í og njóta með fullu leyfi tónlistarmannanna sem flytja. Ein þeirra vefsíða er www. daytrotter.com sem reglulega fær tónlistarmenn til þess að taka upp lög sérstaklega fyrir síðuna og leyfa netverjum að njóta án endurgjalds. Að jafnaði tekur hver sveit upp 3-5 lög í einu og má oft heyra ný og óútgefin lög jafnt sem þekjur og nýjar útsetningar af eldri lögum. Það er því nóg að grúska í fyrir tónlistaráhugamenn á www. daytrotter.com en meðal þeirra sem tekið upp hafa fyrir síðuna eru Vampire Weekend, Bon Iver, Low, Architecture in Helsinki, Death Cab for Cutie, Wire, Bonnie ‘Prince’ Billy og nú síðast gamli Pavement jálkurinn Stephen Malkmus. Tékkum á nokkrum upptökum úr Daytrotter safninu:

[mp3] of Montreal – Eagle Shaped Mirror (Bunny Ain’t No Kind of Rider)

[mp3] Fleet Foxes – White Winter Hymnal

[mp3] Mates of State – These Days (Nico)

—————

Jaðarútgáfan Merge Records á 20 ára afmæli í ár og heldur upp á tímamótin með útgáfu safnboxins SCORE! sem inniheldur heil ósköp af alskyns efni. Hluti boxins er platan SCORE! 20 Years of Merge Records: THE COVERS! sem kemur út í byrjun apríl en eins og nafnið gefur þá inniheldur hún þekjur ýmissa listamanna af lögum úr sarpi útgáfunnar. Þar er af nóg af taka enda hefur Merge gefið út margar af helstu sveitum undanfarna tveggja áratuga og meðal þeirra sem þaktir eru á plötunni eru Arcade Fire, Neutral Milk Hotel, Magnetic Fields og Lambchop. Fjöldi listamanna sér svo um að túlka lögin en þeir eiga það allir sameiginlegt að gefa ekki út hjá útgáfunni, má þar meðal annars finna The Shins, Broken Social Scene, Bright Eyes, Death Cab for Cutie, Okkervil River o.fl. o.fl.

[mp3] Apples In Stereo – King Of Carrot Flowers pt. 3 (Neutral Milk Hotel)

Birt af: peturvalsson | mars 25, 2009

Rjómafærslur síðustu vikuna

Diskomo er mætt á blip.fm og má heyra hvað ég blípa þar.

Nýr Rjómi var tekin í gagnið í nýjustu viku og allur hinn líflegasti. Hér eru nokkrar færslur frá mér þaðan…

———

Birmingham sveitin Seeland sendi nýlega frá sér sína fyrstu breiðskífu, Tomorrow Today, sem er uppfull af hljóðgervlaríku rafvænu indípoppi. Það eru engir nýgræðingar sem skipa Seeland en sveitarmeðlimir eru þeir Tim Felton og Billy Bainbridge sem áður voru í sveitunum Broadcast og Plone. Líkt og þær sveitir má segja að Seeland sé hluti af „retro-futurist“ senunni en aðaleinkenni hennar voru notkun gamalla hljóðgervla og rafhljóða sem minntu á hljóðtilraunir BBC Radiophonic Workshop frá 7. áratugnum og hljóðrásir gamalla sci-fi kvikmynda. Seeland sækir þó áhrif víðar að en tónlist þeirra ætti t.d. að henta þeim vel sem hafa gaman af sveitum eins og Pram, Ms. John Soda og Sea and Cake.

[mp3] Seeland – Hang On Lucifer

———

Fyrir ekki alls löngu fannst L.A. búanum Justin Cage að ákveðinn samhljómur væri meðal jaðarsveita í heimarborg sinn og ákvað að gefa út safnplötu til að fanga þenna hljóm. Tónlistarfólkið sem hann hafði samband við virtust flestir hafa í hávegum plötuna RAM sem bítillinn fyrriverandi Paul McCartney gaf út árið 1971. Það þótti því upplagt að safnskífan yrði til heiðurs RAM og tók hver sveit að sér að túlka eitt lag af verkinu.

[mp3] Bodies of Water – Dear Boy

Nú í byrjun mars var platan RAM on L.A. svo gefin út stafrænt og má hala henni niður ókeypis af blogginu Aquarium Drunkard sem Cage heldur úti. Fjöldi sveita tók þátt í gerð plötunnar, margar hverjar lítt þekktar, en þar má einnig sjá kunnugleg nöfn – eins og eðal sveitirnar Radar Bros. og Bodies of Water. Platan gefur kjörið tækifæri til að kynna sér gróskumikla jaðarsenu Los Angeles um leið og eitt lofaðasta verk á sólóferli McCartneys er rifjað upp.

[mp3] Radar Bros. – Uncle Albert /Admiral Halsey

—————

Raftónlistarmaðurinn knái Chris Clark er mættur í rafheima með glænýja og ferska ep-plötu, Growls Garden. Clark hefur verið duglegur undanfarin ár að senda frá sér hressandi og framsýna raftónlist en nýja skífan þykir almennt það allra besta sem hann hefur gert. Ef maður hefur ekki enn kynnt sér Clark er því kjörið tækifæri að gera það nú.

[mp3] Clark – Growls Garden

Clark gefur út hjá Warp Records, mekka raftónlistarinnar, og er skífan með því áhugaverðasta sem útgáfan býður upp á þessa dagana. Útgáfan fagnar nú í ár 20 ára afmæli og hefur ýmislegt spennandi á prjónunum, m.a. ætlar Warp að gefa út safnplötu sem almenningur velur uppáhaldslög sín úr fórum útgáfunnar – kjósa má uppáhaldslög sín á síðunni www.warp20.net og taka þannig þátt í að búa til plötuna.

————-

Söngvasmiðurinn knái Bill Callahan sendir frá sér plötuna Sometimes I Wish We Were an Eagle í apríl á vegum hinnar fornfrægu Drag City útgáfu. Þetta er önnur platan sem Bill sendir frá sér undir eigin nafni en áður gaf hann út plötur undir nafninu Smog í gríð og erg.

[mp3] Bill Callahan – Eid Ma Clack Shaw

Stuttu áður en Bill Callahan lagði Smog nafninu átti hann leið um Ísland ásamt þáverandi unnustu sinni, Joanna Newsom, og taldi í nokkur lög á undan tónleikum hennar í Fríkirkjunni. Þá var hafði kappinn nýlega gefið út plötuna River Ain’t Too Much To Love sem m.a. inniheldur hið frábæra „Rock Bottom Riser“ sem ansi skemmtilegt myndband var gert við:

————

Það má alltaf deila um gildi tökulaga/ábreiða/þekja/kráka (cover-song) en þó að megnið af þeim eigi það til að vera einhæfar endurtekningar á upprunalegum útgáfum þá er alltaf jafn gaman að heyra vel heppnaða og frumlegar útgáfu af þekktum – jafnt sem óþekktum – slögurum.

Hljómsveitin Beach House tók sig nýlega til og hljóðritaði útgáfu af Queen laginu „Play The Game“ sem upprunalega kom út fyrir einum 30 árum. Lagið var ætlað á safnplötuna Dark Was The Night en varð þó útundan þegar til taks kom en fær að fljóta með sem aukalag fyrir þá sem kaupa skífuna á iTunes. Íslendingar eiga ekki kost á því og þess vegna er upplagt að leyfa lesendum að heyra útgáfuna hér:

[mp3] Beach House – Play The Game

Þó að þetta lag vanti á Dark Was The Night er þó óhætt að mæla með gripnum, enda inniheldur hann nýjar upptökur með Arcade Fire, Sufjan Stevens, Blonde Redhead, Yo La Tengo, Beirut o.fl. Svo er málefnið gott – en platan er seld til styrktar Red Hot samtökunum sem vinna að því hörðum höndum að vekja fólk til vitundar um AIDS sjúkdóminn.

Þeim sem vilja rifja upp upprunalegu útgáfu Queen af „Play The Game“ er bent á myndbandið á YouTube.

———

Breska hljómsveitin Fanfarlo gaf út fyrstu breiðskífu sína, Resevoir, nú í febrúar og er hún hinn fínasti gripur. Fanfarlo spilar hresst og melódískt indí-rokk sem ætti að gleðja aðdáendur sveita á borð við Arcade Fire og Beirut. Sveitin er þó engin eftirhermusveit heldur stendur föstum fótum með prýðilegar lagasmíðar og vandaðan flutning. Til glöggvunar er ágætt að gæða sér á tveimur vel völdum molum af plötunni:

[mp3] Fanfarlo – Luna

[mp3] Fanfarlo – Fire Escape

Það sem ætti einnig að vekja athygli Íslendinga á skífunni er umslagið – en ljósmyndin á framhlið þess er eftir Lilju nokkra Birgisdóttur. Umslagið sýnir tvær stúlkur en önnur þeirra (sú grímuklædda) er systir Lilju, Sigurrós, sem nýtur þess heiðurs að heimsþekkt hljómsveit er nefnd í höfuðið á henni. Söngvari og gítarleikari téðar sveitar er einmitt bróðir systranna… þar hafið þið það.

————

Aðal afinn í hinni frábæru hljómsveit Grandaddy er kominn aftur á kreik. Nú eru þrjú ár síðan Jason Lytle leysti upp þá mætu sveit, einmitt um þær mundir sem síðasta skífa þeirra, Just Like The Fambly Cat, kom út. Nú í maí er svo væntanleg fyrsta sólóplata kappans sem hlotið hefur heitið Yours Truly, the Commuter og nýlega leyfði Lytle netverjum að heyra forsmekkinn af gripnum. „Brand New Sun“ heitir lagið og gæti þess vegna hafa komið af hvaða Grandaddy skífu sem er – sem ætti jú að gleðja þá sem saknað hafa sveitarinnar.

[mp3] Jason Lytle – Brand New Sun

Á meðan við bíðum svo eftir plötunni sjálfri er ekki úr vegi að rifja upp eitt gamalt Grandaddy myndband:

———

Human Beinz - Nobody But Me

Ein áhugaverðustu fyrirbrigði í tónlistarsögunni eru svokölluð „eins-smells-undur“ (one-hit-wonders), sveitir sem spretta fram með einn smell en falla síðan í gleymskunnar dá – yfirleitt jafn skjótt og þær spruttu fram. Ein þessara sveita var bandaríska sveitin Human Beinz sem árið 1967 tók upp stórkostlega útgáfu af laginu „Nobody But Me“ eftir soul-sveitina Isley Brothers. Í meðförum Human Beinz breyttist lagið úr soul-slagara í dansvænt garage rokk en lagið er ekki síst eftirminnilegt fyrir innganginn/niðurlagið þar sem orðið „no“ er sungið yfir hundrað sinnum – enda var lagið eitt sinn valið neikvæðasta Top 40 lag allra tíma.

[mp3] The Human Beinz – Nobody But Me

Lagið komst hæst í 8. sæti Billboards listans í ársbyrjun 1968 en Human Beinz féllu smátt saman í gleymsku þrátt fyrir að þeir hafi sent frá sér tvær plötur í kjölfar smellsins. Helst áttu þeir bakland í Japan þar sem tvö önnur lög sveitarinnar vegnuðu vel en það dugði þó ekki til að halda sveitinni saman og hætti hún störfum árið 1969.

„Nobdoy But Me“ hefur þó haldið vinsældum sínum og sprettur reglulega upp hér og þar. Lagið er reglulega valið á safnplötur með áhugaverðum smellum 7. áratugarins og heyrðist m.a. kvikmyndunum Kill Bill vol. 1 og The Departed. Lagið hefur einnig orðið öðrum innblástur, en undirritaður kynnist því reyndar í meðförum The Residents sem „sömpluðu“ bút úr því á Meet The Residents (1974) og svo fyrir nokkrum árum tók franski plötusnúðurinn Pilooski sig til og endurhljóðblandaði verkið með fínum árangri.

[mp3] The Human Beinz – Nobody But Me (Pilooski Edit)

Birt af: peturvalsson | mars 6, 2009

Yo Yo La Tengo * Condo Fucks

ahh… hef verið að hlusta mikið á Yo La Tengo undanfarna viku og rifja því hér upp tvö gömul myndbönd og eitt læv video.

Yo La Tengo – Sugarcube:

Yo La Tengo – From a Motel 6:

Yo La Tengo – Blue Line Swinger (live):

—————————————-

Fuckbook

Annars eru meðlimir Yo La Tengo rétt í þessu að senda frá sér nýja plötu undir dulnefninu Condo Fucks en platan heitir Fuckbook – og vísar þar til Fakebook plötunnar sem YLT gerði 1990 (kannski líka til Facebook síðunnar – hvur veit?). Fuckb0ok kemur út 24. mars hjá Matador. Á plötunni renna krakkarnir sér í ofur-hráar þekjur af ýmsum rokkslögurum. Hérna heyrum við þau taka Small Faces lag…

[mp3] Condo Fucks – What’cha Gonna Do About It?

Birt af: peturvalsson | febrúar 6, 2009

Here We Go Magic

Ég rakst nýlega á sveitina Here We Go Magic sem gefur út samnefndan frumburð sinn á næstu dögum. Lagið Fangela festi sig strax við hlustir mínar og grófst ég aðeins fyrir um bandið. Sveitin mun að mestu vera verkefni manns að nafni Luke Temple sem virðist hafa tekið upp plötuna einsamall en er nú búinn að fá einhverja félaga með sér til spilamennsku. Luke þessi er reyndar búinn að gefa töluvert af ljúfu indí-poppi út undir eigin nafni en hefur líklega langað að breyta aðeins til. Tónlist Here We Go Magic er uppfull af ljúfum melódíum sem umluktar eru sveimandi sækadelíu og nokkrum tilraunum hér og þar. Platan þeirra er hinn sæmilegasti gripur þó heildin standi bestu lögunum nokkuð að baki. Kíkjum á nokkur af betri lögum sveitarinnar …

[mp3] Here We Go Magic – Fangela
[mp3] Here We Go Magic – Tunnelvision
[mp3] Here We Go Magic – I Just Want To See You Underwater

Birt af: peturvalsson | janúar 28, 2009

animal collective – bbc session / rímixa

spurning: hey. er ekki alveg óþarfi að skrifa um Merriweather Post Pavilion?

svar: jú. held það. hún er góð samt.

Annars þá komu Animal Collective við á BBC fyrir örfáum dögum og tóku upp tvö lög; nýja útgáfu af Lion In A Coma af fyrrnefndri plötu og svo nýtt lag – What Would I Want Sky – tékkið á þeim hér:

[mp3] Animal Collective – What Would I Want Sky (bbc session)
[mp3] Animal Collective – Lion In A Coma (bbc session)

Nýlega kom líka út helvíti gott remix Animal Collective af Ratatat laginu Mirando, gjörið svo vel:

[mp3] Ratatat – Mirando (Animal Collective remix)

Birt af: peturvalsson | janúar 12, 2009

Parenthetical Girls

Ég skrapp til útlanda fyrir ca. mánuði síðan og sá þar bandarísku sveitina Parenthetical Girls (stelpur innan sviga) spila ásamt nokkrum fleiri hljómsveitum. Eftirtektaverðast við sveitina er líklega söngvarinn Zac Pennington sem yfirgaf sviðið í öðru hvoru lagi og gekk á milli áhorfenda syngjandi og stappandi. Að auki er röddin hans alveg á mörkunum að ver gjörsamlega óþolandi, en svona rétt sleppur fyrir horn. Annars mætti lýsa tónlist sveitarinnar sem ofurdramatísku og örvæntingafullu kammerpoppi.

Parenthetical Girls sú gaf út sína síðustu skífu, Entanglements, á Tomlab í haust og er A Song For Ellie Greenwich eitt af fjölmörgum fínum lögum plötunnar. Læt svo eitt lag af eldri plötu sveitarinnar, Safe As House, frá 2006 fylgja með.

[mp3] Parenthetical Girls – A Song For Ellie Greenwich
[mp3] Parenthetical Girls – The Weight She Fell Under

Um það bil sem Entanglements kom út tóku nokkrar vinasveitir Parenthetical Girls sig til og þöktu lög sveitarinnar. Veskú:

[mp3] Deerhoof w/Zac Pennington – Gut Symmetries
[mp3] No Kids – The Regrettable End
[mp3] The Dead Science – Young Eucharists

Older Posts »

Flokkar